Gunndís Ýr Finnbogadóttir býr og starfar á Íslandi. Hún hefur meðal annars sýnt verk í Casco í Hollandi, Centre for Contemporary Art Ujazdowski Castle í Póllandi, Listasafni Árnesinga, Gerðarsafni, Nýlistasafninu, Van Abbemuseum í Hollandi, Tent, Center for Contemporary Art í Rotterdam, Careof í Mílanó og Loft Project ETAGI í Pétursborg. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute, Rotterdam og Plymouth University, 2008 og listkennslu frá Listaháskóla Íslands, 2011.