Eygló Harðardóttir

Í Sel í Fossfirði er okkur boðið að kanna þennan stað og veðraða sögu hans gegnum nýjan efnivið sem Eygló Harðardóttir hefur skilið eftir. Í stað þess að umbreyta þessum yfirgefna stað leitast Eygló við að benda á innbyggð smáatriði með áherslu á þau blæbrigði sem marka fyrra líf þessa A-laga húss. Í verkum sínum les hún húsið að nýju, lætur birtuna flæða í gegnum strúktúr þess og bregst við með því að reyna að skynja varanleika þess. Verk Eyglóar ná út fyrir veggi Sels og halda áfram inn á Bíldudal.

At Sel in Fossfjörður, we might seek and navigate the site, and its weathered history, through new materials in the works placed there by Eygló Harðardóttir. Rather than transform the abandoned building, she pinpoints existing details with close attention to the nuances that mark the previous life of the A-frame. Eygló reads the house anew; holds parts of its structure up to the light, and responds with the intention to sense something concrete. Her works then extend beyond the walls of Sel and continue on into Bíldudalur.

Sel; milli heima Sel; between worlds
Innsetning Installation
2021

Litamerki Colour Marking
Bókverk Bookwork
Eitt eintak Single edition
2021

Viðmið — Sjónræn dagbók  Paradigm —Visual diary
Bókverk Bookwork
Eitt eintak Single edition
2020

Sýningarstjóri Curator Becky Forsythe