Bjarki Bragason
Fyrri þáttur / Seinni þáttur
Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti, Örlygshöfn
01.05.2014 - 31.08.2014.

Part one / Part two
Bjarki Bragason
Heritage Museum of Egill Ólafsson, on Hnjótur, Örlygshöfn
01.05.2014 - 31.08.2014.

Sýning Bjarka Bragasonar, Fyrri Þáttur / Seinni Þáttur, í Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti, fjallar um áhorf. Í verkum sínum veltir Bjarki upp spurningum um hvernig einstaklingur horfir á sögulega muni, staði, og sögupersónur og ýmsar aðferðir við myndun tenginga á milli áhorfanda og viðfangsefnis. Hann rannsakar tíma, sögu og byggingar og hvernig ólíkir tímar og frásagnir ruglast þegar rýnt er í rústir.

Verkin á sýningunni halda áfram skoðun á þessu viðfangsefni og taka meðal annars fyrir nokkra af safngripum Byggðasafnsins. Þeir munir eiga það sameiginlegt að óljóst er hvaðan þeir koma eða hvernig þeir hafa verið notaðir fyrr á tímum. Nokkrir af þeim safngripum koma úr búi Gísla O. Gíslasonar á Uppsölum í Selárdal, en einnig má finna brak úr hugsanlegum tilgáturústum, m.a. æskuheimilis langafa Bjarka í Vesturbotni í Patreksfirði sem í dag er golfvöllur. Mörk skáldskapar og raunveruleika og hlutverk skáldskaps í því hvernig sagan er skrifuð birtast í verkunum sem velta fyrir sér hvernig ímynd verður til.

Bjarki Bragason’s exhibition Part one / Part two, that was at the Heritage Museum of Egill Ólafsson on Hnjótur 2014, evolved around viewing. Within his work he asks the questions about how the individual looks at artefacts, places and historic identities and how they form connections between the viewer and subject. He researches time, history and architecture and how these different periods and these narratives tend to interrupt each other while looking at ruins.

The pieces in the show Part one / Part two lead a research on this topic, intercepted some of the artefacts from the heritage museum. These object had it in common that it was unclear where they came from and for what they were used for. Some of them are from a farm that was owned by Gísla O. Gíslason at Uppsalir in Selárdal and part from possibly hypothesis ruins of the artist grandfather in Vesturbotn in Patreksfjord that is to this date a golf course. The borders of fiction and reality becomes complex as well as the role of fiction within writing history and thus questions how does an image become?