Hrafnkell Sigurðsson
Concrete Conception
Kalkþörungaverksmiðjan, Bíldudalur
Ljósmyndir 2014

Concrete Conception
Hrafnkell Sigurðsson
Kalk algae Factory in Bildudalur, Arnarfjord
Photographs 2014

Sýning Hrafnkels í Kalkþörungaverksmiðjunni bar titilinn Myndun Myndar Myndast og samanstóð af ljósmyndum teknum í rafeindasmásjá. Myndirnar sýndu blöndur af sementi og kalki úr verksmiðjunni sem höfðu verið stækkaðar upp allt að fimmþúsund falt. Fyrir sýninguna fylgdist listamaðurinn með ferli kalkþörungsins af botni Arnarfjarðar. Þar lifir þörungurinn upp að fimm metra dýpi, bleikur á lit þangað til hann er numinn á brott, ferðast gegnum vélar í verksmiðjunni og endar sem fíngert duft og bætiefni í poka.

Þegar Hrafnkell blandaði kalkduftinu saman við sement, varð til eitt af elstu byggingarefnum þessa heims. Í kjölfarið voru gerðar tilraunir með blöndurnar í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Til að mögulegt væri að mynda steypubrotin, þurfti að framkalla leiðni á yfirborð þeirra og því voru brotin gullhúðuð áður en þeim var komið fyrir í smásjánni. Hrafnkell horfði á innri byggingu blöndunnar gegnum stækkunarglerið og birtust þá ótrúlegar víðáttur með miklum fjölbreytileika. Hann staldraði við á leiðangri sínum gegnum steypt landslagið og tók myndir af sjálfsprottnum skúlptúrum sem mörkuðu leiðina að ófyrirséðu framhaldslífi sementsins og þörungsins. Ljósmyndirnar í Kalkþörungaverksmiðjunni sýna því kristöllun og vöxt og vísi að verki í mótun.

Næsta tilverustig kalkblöndunnar sprettur af línum dregnum úr stækkuðu kalklandslaginu sem verður komið aftur fyrir á botni Arnarfjarðar sem varanlegt útiverk. Skúlptúrinn er þegar til sem hugmynd, útópía um falinn heim eins og þann sem myndirnar á veggjum verksmiðjunnar sýna; frá smæstu einingu þessa tilbúna efnis út í risavaxinn strúktúr á sjávarbotninum, sem augun ekki sjá en við vitum að er til og verður þar, allt þar til sjórinn hefur sópað honum aftur til sín.

The exhibition by Hrafnkell Sigurðsson is titled From form forming comprised of photographs taken through electron microscope. The photos showed a mixture of cement and kalk from the factory that has been blown up 5000 times their size. For the exhibition the artist followed the process of the kalk algae taken from the sea base of Arnarfjordur. There the algae lives up to 5 meters depth and bears the color pink while it´s alive. Then it goes through a process within the factory in Bildudalur and ends as very fine powder.

By mixing these two elements together the algae and cement the artist made one of the oldest construction material in the world. Hrafnkell developed the mixture with the Icelandic Innovation center. In order to photograph the cement fragments, a special technique was used where there is an electric conductivity ( ) over their surface and for that reason they were gold plated before they were positioned in the microscope. The construction of the mixture through the microscope showed a diversity of landscape. Manifolds of unforeseen afterlife of the cement and the algae.